Óþægindi
Þessi lína samanstendur af tveimur myndum sem eru teiknaðar í Photoshop og sýna þau óumtöluðu óþægindi sem konur upplifa við það vera í návist karlmanns; önnur um að labba heim á kvöldin með lyklana á milli fingrana ef ske kynni að maður ráðist á hana og hin um að fara ekki ein inn í lyftu ef hún er full að ókunnugum karlmönnum. Þessi umræða fær ekki nógu mikið umtal þó hún snerti líf heils kyns.
Innblástur af myndunum er dregin af laginu “Boys will be boys” eftir Dua Lipa


"Lyfta"
Lokuð rými full af ókunnugum karlmönnum hræða mig, þótt ég viti fullvel að líkurnar á að eitthvað slæmt gerist séu mjög litlar þá eru þær samt sem áður of miklar til þess að ég þori að hætta á það.
Ég veit að ég myndi alltaf velja stigann frekar en að stíga inn í lyftuna.
"Lyklar"
Að setja lyklana á milli fingurna og kreppa hnefann þegar haldið er heim að kvöldi til er eitthvað sem allar stelpur kannast við og flestar hafa gert. Yfirliggjandi hættan sem leynist í myrkrinu fær þær til þess að líta við í hvert einasta skipti sem heyrist lítið þrusk og óttast að hver einasta manneskja sem labbar fyrir aftan þær sé að elta þær með það í huga að meiða þær.
